top of page

Af Höttutindi

Verkefnið sameinar menningu og náttúru í næsta nágrenni Víkurþorps. Hatta er hæsta fjall Mýrdalshrepps og þangað liggur aðgengileg gönguleið með upphafs- og endapunkt í Víkurþorpi. Leiðinni hefur lítið verið haldið við síðustu ár og til stendur að ráða bót á því, með betri merkingum og nýjum stikum. Uppi á Höttutindi er fagurt útsýni til allra átta og til er gamalt skaftfellskt ljóð í fimm erindum um þetta útsýni. Markmiðið er að hanna og setja upp fallegan stólpa í takt við umhverfið á toppi Höttu, með útsýnisskífu og ljóðaerindunum fimm. Hvert erindi vísa til hverrar áttar og lýsir því sem fyrir augu ber.

Horft af Höttutindi Einar Halldór Einarsson bóndi frá Skammadalshóli orti. Ljóðið birtist
bottom of page