top of page

Hiking in Mýrdalur

 

See hiking map >

The Mýrdalur area is a hiker's paradise! There are many beautiful hiking routes in Vík and its surroundings. Here is a detailed description of our favorite trails.

Descriptions taken from the  Katla Geopark website.

Hjörleifshöfði

Vegalengd: 4 km            

Hækkun: 400-500m              

Tími: 1-2 klst.                    

Upphafsstaður: Bílastæði við Bæjarstað, vestan í Hjörleifshöfða.

Leiðarlýsing: Mælt er með að ganga þessa leið réttsælis. Gengið upp úr Bæjarstaðagilinu sunnan megin. Þegar upp er komið er sveigt til suðurs. Fyrst er gengið um svæði sem heitir Hurðarbök en sunnar um svokallaða Dalabotna, með klettaborg sem heitir Sauðafell á vinstri hönd. Ekki er ólíklegt að þetta sé leiðin sem Ingólfur Arnarson og menn hans báru hjörleif til greftrunar uppi á hæsta hnúk höfðans. Eftir að hafa notið útsýnisins og skoðað grafreitinn og Hjörleifshaug er haldið til vesturs, niður Hjörleifshraun, eftir þýfðri grastorfu og þaðan sveigt til norðurs fram á brún svokallaðrar Bæjarbrekku. Þar blasir við  gamla túnið ásamt bæjarrústunum tveim sem þar eru ásamt svörtu sandhafinu sunnan Höfðans. Áfram er haldið niður að rústunum og síðan niður Klifið og inn með rótum Sláttubrekku inn í Bæjarstað þar sem ferðin hófst.

IMG_7844.jpg

Leiðir sem hefjast í Vík

Historical Vík

Distance: 4 km            

Elevation: 20 m              

Duration: 1-2 h.                    

Starting point: Vík – by the Icewear Magasín shopping center

Description: Starting from the parking lot, you will find an easy walking path to the Víkurfjara black sand beach. Go over the bridge and take a break near the För (Voyage) memorial, by Steinunn Thorarinsdóttir. You can then follow the path or go down on the beach towards the foot of the Reynisfjall mountain, where you will find a memorial to lives lost at sea. From there, follow the path along the foot of the mountain to the old potato gardens of Vík, where you will see numerous species of birds nesting among the rocks. The path then continues to the oldest part of the town, where you can see some of the oldest buildings in Vík, most of them built around 1900. Take a turn towards Sunnubraut and go have a look at Halldórsbúð (built in 1903), the old slaughterhouse and the newly opened Smiðjan brewery. From there, take a left on Skólavegur to rejoin Víkurbraut and check out the only live Lava Show in the world. Across the street from the Lava Show, a path between the trees will take you up to Bakkabraut. Continue straight toward Road 1. Cross over and take a left, going down to the Syngjandi public garden. The garden houses the old hydro power station of Vík, as well as a frisbee-golf course and a picnic area. Continue through the garden, past the Norður-Vík hostel and to the right towards the Suður-Vík restaurant. Norður- and Suður-Vík were two farms, established in the area long before the town started growing closer to the seaside. Your last stop will be the  Víkurkirkja church. Behind the church, a  footpath will take you down the hill and back to the main road. Take a right to rejoin the shopping center.

The För (Voyage) memorial. Picture: Máni.

Reynisfjall

Duration: 6 km            

Elevation: 250 m              

Duration: 2-4 h.                    

Starting point: Icelandic Lava Show - Víkurbraut

Description: Take the path across the street from the Lava show, then take a left up the street. Follow the gravel road up the mountain. At the top, take a left after the gate and follow the yellow trail markers. Follow the cliff's edge until you reach the Reynisdrangar rocks, next to the old Loran radio station building. continue along the path above the hamlet of Reynir. Follow the dirt road to the right to rejoin the gravel road and go back to Vík.

If you would like to hike a little longer, you can continue north instead of taking the gravel road and follow the cliffs on the east side of the mountain before going back. This will ad approximately 4 km to the hike.

View from Reynisfjall. Picture: Máni.

Hatta

Vegalengd: 10 km            

Hækkun: 500 m              

Tími: 4-5 klst.                    

Upphafsstaður: Vík í Mýrdal - Bílastæði við Víkurkirkju. Leiðin er stikuð.

Leiðarlýsing: Gengið um Bratthól upp á Víkurheiði og á Höttu (504 m). Haldið er sömu leið til baka með brúnum Víkurheiðar, í stað þess að fara niður hjá Bratthól er haldið áfram í austur og komið niður við Uxafótalæk. Genginn er gamall þjóðvegur með Víkurhömrum og í gegnum Víkurþorp að upphafsstað.

Útsýnið frá Höttu. Mynd: Jónas Erlendsson.

Grafargil

Vegalengd: 5,5 km            

Hækkun: óveruleg              

Tími: 2-3 klst.                    

Upphafsstaður: Vík í Mýrdal - Bílastæði við Víkurkirkju. Leiðin er stikuð.

Leiðarlýsing: Gengið frá Víkurkirkju að hlíðum Víkurheiðar, inn með hlíðunum neðan við Bratthól, framhjá Norður-Víkurgerði upp á Bæjarhrygg. Með hryggnum norðanverðum,  framhjá gamalli sundlaug að Grafargili. Með gilinu að austanverðu og upp á Veðurháls. Farið á vaði (eða stiklað á steinum) yfir Víkurá og gengið vestur fyrir Grafarhól að norðan. Þar er farið framhjá hestaleiði og svo að Grafargili. Gengið eftir gilinu framhjá brúarstæði sauðabrúar sem þar var og sauðabóli fram á gamla þjóðveginn um Grafargil. Yfir brúna og eftir veginum upp á brún og síðan eftir Víkurgili og Syngjanda að upphafstað.

Grafargil. Mynd: Máni.

Leiðir sem hefjast í Þakgili

Mælifell

Vegalengd: 11 km            

Hækkun: 400-500m              

Tími: 4-5 klst.                    

Upphafsstaður: Þakgil. Fært er á öllum bílum inn í Þakgil. Ekið er af þjóðvegi [1] um Kerlingardalsveg [214] og áfram inn heiðarnar (gamla þjóðveginn).

Leiðarlýsing: Gengið er frá Þakgili að Miðfellshelli en þar lágu gangnamenn við á haustin. Þaðan er gengið eftir vegarslóða með Miðfell á hægri hönd. Upp Miðafrétt austan Miðtungugils inn að fossinum Leyni. Þaðan til suðurs upp á Mælifell og um austurbrúnir Raufargils suður á Barð, niður að skála Ferðafélags Mýrdælinga og þaðan aftur í Þakgil. Hugsanlegt er að varða þurfi Affréttisána á leiðinni í Þakgil, það fer þó eftir því hvernig áin liggur.

Affrétisá og skálinn Ferðafélags. Mynd: Máni

Austurafréttur

Vegalengd: 17 km            

Hækkun: 500-600 m              

Tími: 6-8 klst.                    

Upphafsstaður: Þakgil. Fært er á öllum bílum inn í Þakgil. Ekið er frá þjóðvegi [1] um Kerlingardalsveg [214] og áfram inn heiðarnar (gamla þjóðveginn).

Leiðarlýsing: Gengið eftir Þakgili að Miðfellshelli en þar lágu gangnamenn við á haustin. Þaðan er gengið eftir vegarslóð með Miðfell á hægri  hönd, upp Miðafrétt austan Miðtungugils inn að fossinum Leyni, þaðan norður um Sker (749 m) austur á Rjúpnagilsbrýr , síðan er gengið niður Austurafrétt (Höfðabrekkuafrétt), að Iðrunarstandi, um Árnabotna og Vestureggjar og þaðan niður í Þakgil ( G-10) eða á vegarslóð austan Hvolhöfuðs.

Rjúpnafell. Mynd: Jónas Erlendsson

Remundargil

Vegalengd: 12,5 km            

Hækkun: 250 m              

Tími: 3-5 klst.                    

Upphafsstaður: Þakgil. Fært er á öllum bílum inn í Þakgil. Ekið er af þjóðvegi [1] um Kerlingardalsveg [214] og áfram inn heiðarnar (gamla þjóðveginn).

Leiðarlýsing: Gengið er frá Þakgili fram gilið, farið er upp austan megin á móts við Miðfellshelli og yfir hálsinn í austur átt að Remundargili. Þegar komið er niður í gilið er gengið inn eftir því inn að Remundargilsfossi. Gengið er til baka sömu leið að hluta og fram úr gilinu fram fyrir Remundargilshöfuð. Gengið er inn með Remundargilshöfði inn gil milli þess og Vatnsrásarhöfuðs. Þar upp í skarðinu er stórkostlegt útsýni yfir Höfðabrekkujökul sem brýst fram úr Mýrdalsjökli. Til baka er gengið í gegnum Láguhvola, framan við Hvolhöfuð og veginum svo fylgt inn í Þakgil.

Remundargilsfoss. Mynd: Máni

bottom of page